spot_img
HomeFréttir12 manna lið Íslands klárt fyrir ferðina til Tyrklands

12 manna lið Íslands klárt fyrir ferðina til Tyrklands

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í forkeppni fyrir Ólympíuleikana 2024 nú um helgina og í næstu viku. Fer liðið á átta liða mót í Tyrklandi þar sem aðeins eitt lið vinnur sér inn þátttöku í undankeppni leikanna.

Leikir Íslands í riðlakeppni mótsins í Tyrklandi:

12. ágúst gegn Tyrklandi

13. ágúst gegn Úkraínu

15. ágúst gegn Búlgaríu

Þjálfarar liðsins tilkynntu fyrr í dag hvaða 12 leikmenn það verða sem fara fyrir Íslands hönd til Tyrklands, en ein breyting er gerð á hópnum frá æfingamótinu í Ungverjalandi um daginn þar sem Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK í Grikklandi kemur inn í hópinn fyrir Sigurð Pétursson. Martin Hermannsson á því miður ennþá ennþá við meiðsli að stríða og getur því ekki gefið kost á sér að þessu sinni.

ÍSLENSKA LIÐIÐ VERÐUR ÞANNIG SKIPAÐ

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65

Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 11

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 27

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 28

Orri Gunnarsson · Haukar · 2

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 13

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 62

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 30

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 11

Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 60

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 24

Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 82

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij

https://www.karfan.is/2023/08/moguleikar-islands-a-ad-tryggja-ser-farmida-a-olympiuleikana-i-paris/
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil
Fréttir
- Auglýsing -