spot_img
HomeFréttir12 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Spáni klár

12 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Spáni klár

Ísland tekur á móti Spáni annað kvöld í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM 2023. Fyrir lokaglugga mótsins höfðu 16 leikmenn verið valdir, en aðeins 12 geta verið á skýrslu á leikdegi.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Samkvæmt FIBA mun 12 leikmanna hópur íslenska liðsins vera eftirfarandi í leik morgundagsins.

Íslenski hópurinn:

Hilmar Smári Henningsson · Haukar (4)

Hjálmar Stefánsson · Valur (19)

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (23)

Hlynur Bæringsson · Stjarnan (129)

Kári Jónsson · Valur (30)

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi (15) 

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (26)

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (7)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (56)

Þórir G. Þorbjarnarson · Ovideo, Spáni (9)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (78)

Fyrir utan liðið eru Ólafur Ólafsson, Elvar Már Friðriksson, Kristófer Acox og Haukur Helgi Pálsson, en þeir munu allir mögulega geta tekið þátt í seinni leik gluggans gegn Georgíu úti í Tiblisi komandi sunnudag.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -