Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 12 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð.
Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Grikklandi. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.
Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru 12 dagar í þennan fyrsta leik og því við hæfi að rifja upp leikinn gegn Belgíu í undankeppninni sem tryggði sætið á Eurobasket 2017.
Ísland tapaði fjórða leiknum í undankeppninni gegn Sviss á útivelli eftir slakan leik hjá Íslandi. Tapið dróg nokkuð úr vonum Íslands að komast áfram en sigra þurfti tvo síðustu leikina gegn Kýpur og Belgíu. Belgía hafði unnið Ísland ansi sannfærandi á sínum heimavelli og því ljóst að það yrði erfitt verkefni að sigra þá í Laugardalshöll.
Mögnuð frammistaða Íslands í seinni hálfleik gegn Belgíu tryggði sigurinn og þar með farseðilinn á Eurobasket 2017. Stemmningin í Laugardalshöll var mögnuð og var þessi sigur og leikur einn stærsti í körfuboltasögu Íslands.
Back to back! Eurobasket 2017 here we come! #basketball #eurobasket2017 #korfubolti #iceland pic.twitter.com/JsFQR5HEj3
— Brynjar Bjornsson (@Brynjarthorb) September 17, 2016
Back to back baby! Er laugardagur?#EuroBasket2017 pic.twitter.com/yXKiNLpwO0
— Haukur Helgi Palsson (@haukurpalsson) September 17, 2016
EM 2017!!!!!!!!!!! #ENGINNMÓRALL _x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f1ee__x1f1f8__x1f3c0__x1f3c0__x1f3c0__x1f3c0__x1f3c0__x1f4af__x1f4af__x1f4af__x1f4af__x1f37e__x1f37e__x1f37e__x1f37e__x1f37e_
— kristofer acox (@krisacox) September 17, 2016
Takk fyrir stuðninginn! Back to back ertu að grínast!!? Ólýsanleg tilfinning!
— Jón Arnór Stefánsson (@jonstef9) September 17, 2016
Umfjöllun um leikinn má finna hér.
Nánar um alla leiki Íslands og tölfræði úr undankeppninni má finna hér