spot_img
HomeFréttir1107 daga bið Tindastóls eftir sigurleik í úrslitakeppni á enda - Lögðu...

1107 daga bið Tindastóls eftir sigurleik í úrslitakeppni á enda – Lögðu Keflavík í fyrsta leik átta liða úrslita

Tindastóls menn unnu frekar auðveldan sigur á móti Keflavík í fyrsta leik átta liða úrslita, lokastaða 101 – 80. Sigurinn er eitthvað sem Tindastóll hefur þurft að bíða nokkuð eftir, en þeir unnu síðast leik í úrslitakeppninni tímabilið 2018-19.

Gangur leiks

Leikurinn byrjaði hægt sóknarlega séð, lítið skorað fyrstu mínúturnar og var spilað harða vörn báðum megin og það var svakalegur playoffs fílingur í þessu. Þegar leið á leikhlutan sást að stressið fór úr leikmönnum og byrjuðu liðinn að skora, staðan í lok fyrsta leikhluta 26 – 20.

Stólarnir komu sterkir út eftir fyrsta leikhlutan og náðu að byggja upp smá forskot, Stólarnir fengu rosalega gott framlag sóknalega frá Zoran, Taiwo og þá sértaklega Sigtryggi Arnari. Keflavík náði að minka muninn aðeins fyrir hálfleik en stærsti munurinn sem Stólarnir náðu í fyrri hálfleik voru 19 stig en staðan í lok annars leikhluta var 49 – 37.

Stólarnir héldu áfram að leiða leikinn frekar örugguglega í þriðja leikhluta, frábær orka Stóla meginn og Keflvíkingar voru ekki með nein svör lengst af í þessum leikhluta. Þegar leið á leikhlutan gáfu Stólarnir meira í og komu muninum í 19 stig fyrir lok þriðjaleikhluta þegar Helgi setti nánast flautu körfu frá kassanum, staða í lok þriðja leikhluta 76 – 57.

Stólarnir héldu sama dampi út þennan leikhluta og fengu meira seigja ungu strákarnir að spila í tæpar tvær mínútur, loka staða 101 – 80.

Atkvæðamestir

Stólarnir fengu gott framlag hjá mörgum í kvöld en Sigtryggur var framlagshæstur með 26 framlagspunkta, 25 stig með 44% nýtingu, þeir fengu einnig gott framlag frá mönnum eins og Zoran Vrkic, Taiwo Badmus og Javon Bess en þeir voru allir með 15 + stig.

Valur Orri varr stigahæstur fyrir gestina og líklegast bestur þeim meginn en hann skoraði 17 stig, þar á eftir kom Darius Tarvydas með 15 stig en það var ekki mikið að frétta hjá öðrum lykilmönnum gestana.

Kjarninn

Að mínu mati tóku Stólarnir þetta aðalega á orkunni, þeir voru allir í fíling og alvöru harka í þeim á meðan Keflvíkingar litu út fyrir að vera í fýlu nánast frá fyrstu mínútu. Frábær úrslit fyrir Stólana þar sem þeir náðu að verja heimavöllinn og koma með alla orkuna í næsta leik.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -