spot_img
HomeFréttir11 dagar í Eurobasket - Sögustund með Ragga Nat

11 dagar í Eurobasket – Sögustund með Ragga Nat

Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 12 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru 11 dagar í mótið og hitum við upp með einstakri sögustund frá sjálfum Ragnari Nathanelssyni eða Ragga Nat.

 

Ragnar tók upp með Karfan.is tvær sögustundir í aðdraganda Eurobasket 2015. Vöktu þær mikla lukku en Raggi er stórskemmtilegur karakter sem verður saknað á Eurobasket 2017 en hann er ekki í hópnum sem fer á mótið. 

 

Sjá má sögustundirnar hans Ragga hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -