spot_img
HomeFréttir11 ára undrabarn getur allt með körfuboltanum

11 ára undrabarn getur allt með körfuboltanum

14:04

{mosimage}

Jashuan Agosto er lítill maður með fullkomnunaráráttu sem hefur með hjálp föður síns orðið að barnastjörnu í körfubolta. Daglega gerir hann boltaæfingar í þrjá tíma áður en hann gerir styrktar og hlaupaæfingar.

Þar sýnir hann líka hversu stórkostlegur hann er. Hann er 11 ára og hleypur 1 mílu (1609m) á 4,50 mínútum og  er súrefnistupptaka (hámarkssúerfnisinntaka í ml/mín pr kg) hans 66. Strákurinn er frá Seattle í Washington er einnig meðlimur í frjálsíþróattafélagi staðarins, Seattle Speed Track Club, og þjálfari hans er viss um að Jashaun á eftir að verða stórstjarna.

„Ég hef aldrei séð annað eins. Ef ég væri hann þá myndi ég byrja á því að fara á Ólympíuleika og vinna gull (á hlaupabrautinni) og koma svo til baka og spila í NBA“ segir hann við Seattle Times.

Þegar Jashaun kemur heim á daginn þá sinnir hann heimanáminu af sama ákafa og æfingum. Hann er jafn ósáttur við að fá ekki toppeinkunn í skólanum eins og að missa af æfingu.

Hvern dag endar svo Jashaun með því að taka 200 magaæfingar, 200 armbeygjur og 200 hnébeygjur með lóðum á herðunum.

Hann er í fimmta bekk og spilar körfubolta með skólanum við andstæðinga sem eru tveimur árum eldri og hann er yfirburðarmaður.

Báðir foreldrar hans spiluðu körfubolta fyrir skólaliðið þegar þau voru í menntaskóla svo áhuginn kemur ekki á óvart. En faðir hans, Julio, tekur fram að það sé áhugi og vilji stráksins sem drífur hann áfram.

Ef Jashaun missir áhugann einn daginn þá segir faðir hans að það sé allt í góðu.

„Það er ekkert mál, ég hef rætt við móður hans um það. Annar sonur minn, Julio, hefur engan áhuga á körfubolta. Hann vill verða ljósmyndari og ég styð hann í því heils hugar.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af Jashaun Agosto.

Í leik

Á æfingu 

Þýtt af www.bt.dk

Mynd: http://lebasketbawl.blogspot.com

 

Fréttir
- Auglýsing -