spot_img
HomeFréttir11 ára í 10.flokki

11 ára í 10.flokki

Sú skemmtilega uppákoma átti sér stað í leik 10 flokks kvenna í dag að Írena Sól Jónsdóttir lék síðustu mínútu leiksins. Kannski ekki svo fréttnæmt nema fyrir þær sakir að stúlkan er aðeins 11 ára gömul. Írena er dóttir Jóns Guðmundssonar þjálfara og var aðeins sett í liðið ásamt vinkonu sinni (Elfu Falsdóttir) til að fylla í 12 manna lið. Írena kom inná á síðustu mínútu leiksins og kláraði leikinn með liði sínu. Írena kost ekki á blaði í leiknum nema líkast til er hún yngsti leikmaður sem spilað hefur úrslitaleik í bikarkeppni á Íslandi.  Elfa Falsdóttir kenndi sér hinsvegar um eymsl í öxl eftir upphitun og komst hún því ekki inná í leiknum.


Ungur nemur…….ungur temur

Fréttir
- Auglýsing -