Nokkuð áhugaverður félagskapur hittist fyrir leik gærkvöldsins milli Íslands og Bretlands í undankeppni HM 2027.
Um var að ræða þá leikmenn sem leikið hafa yfir 100 leiki fyrir Íslands hönd, en í þann félagsskap eru aðeins 15 leikmenn gjaldgengir. Lista þeirra leikmanna sem leikið hafa yfir 100 leiki má sjá hér fyrir neðan, en af þeim 15 er aðeins einn sem enn er að spila, Ægir Þór Steinarsson.
Samkvæmt heimildum Körfunnar var þetta í fyrsta skiptið sem fyrrum leikmennirnir hittast, en að borðhaldi loknu héldu þeir í Laugardalshöllina þar sem þeir fylgdust með leik Íslands gegn Bretlandi úr heiðursstúkunni.
Samtals mættu 11 fyrrum leikmenn á þennan fyrsta fund félagsins, en þeir sem komust ekki voru Jón Kr. Gíslason, Valur Ingimundarson og Teitur Örlygsson. Þá var nýliði hópsins Ægir Þór Steinarsson samkvæmt heimildum upptekinn.
Sé litið til þeirra leikmanna sem enn eru að spila og líklegir þykja til að slást í hópinn á næstu árum eru efstir á blaði Martin Hermannsson sem kominn er með 87 leiki, Elvar Már Friðriksson sem er í 84 leikjum, Haukur Helgi Briem Pálsson sem stendur í 79 leikjum og Tryggvi Snær Hlinason sem einnig hefur leikið 79 leiki fyrir Íslands hönd.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn hafa leikið yfir 100 leiki
| Nafn | Tímabil | Félög | Leikir | ||
| 1. | Guðmundur Bragason | 1987-03 | UMFG Hamburg Haukar | 169 | |
| 2. | Valur Ingimundarson | 1980-95 | UMFN Tindastóll | 164 | |
| 3. | Jón Kr. Gíslason | 1982-95 | ÍBK | 158 | |
| 4. | Logi Gunnarsson | 2000-18 | Njarðvík Ulm(Þýs.) Giessen BBC Bayreuth<Þýs.> Gijon (Spá.) Solna Angers | 147 | |
| 5. | Torfi Magnússon | 1974-87 | Valur | 131 | |
| 6. | Hlynur Bæringsson | 2000-23 | Skallagrímur Snæfell Woon! Aris (Hol.) Sundsvall (Sví) Stjarnan | 131 | |
| 7. | Guðjón Skúlason | 1988-99 | ÍBK UMFG | 122 | |
| 8. | Jón Sigurðsson | 1968-84 | Ármann KR | 120 | |
| 9. | Teitur Örlygsson | 1986-00 | UMFN Larissa | 118 | |
| 10. | Friðrik Stefánsson | 1997-08 | KFÍ UMFN Lappeenrannan (Fin.) | 112 | |
| 11. | Herbert Arnarson | 1991-02 | Kentucky ÍR Groenigen Antwerpen UMFG Valur KR | 111 | |
| 12. | Falur Harðarson | 1989-00 | Keflavík ToPo Honka | 106 | |
| 13. | Jón Arnar Ingvarsson | 1990-00 | Haukar C. Braine | 102 | |
| 14. | Ægir Þór Steinarsson | 2012-25 | Newberry Sundsvall (Sví.) San Pablo (Spá) Tau Castello (Spá) Stjarnan Gipuzkoa (Spá) | 101 | |
| 15. | Jón Arnór Stefánsson | 2000-19 | KR Trier Dyn St. Petersb Napoli Valencia Roma Benetton Zaragoza Malaga | 100 |



