19:25
{mosimage}
Jón Arnór í baráttunni við Hörð Axel Vilhjálmsson
Kr hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur í undanúrslitaleik Poweradebikarsins og leika því til úrslita um helgina. Keflvíkingar gerðu allt til þess að ná muninum niður en hann var á endanum of mikill þó svo að það hafi aðeins munað þremur stigum á liðunum þegar ein mínúta var eftir. Stigahæstir hjá KR var Jón Arnór Stefánsson með stórleik og hvorki fleiri né færri en 35 stig, næstir voru Helgi Magnússon með 18 stig og Darri Hilmarsson með 12 stig. Hjá Keflavík var Jesse Pelot-Rosa stigahæstur með 18 stig og 13 fráköst, næstir voru Steven Gerrard með 16 stig og Sigurður Þorsteinsson með 15 stig.



