Í kvöld mættust Þór Þorlákshöfn og KR í Icelandic Glacial höllinni í höfninni hans Þorláks. KR-ingar voru með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en mikið var skorað á báða bóga, staðan eftir fyrsta fjórðung var 32-22 fyrir gestunum. KR-ingar juku forskotið enn meira í öðrum leikhluta en staðan var 58-38 KR í vil eftir 20 mínútna leik
Stuðningsmönnum Þórsara leist alls ekki á blikuna á þessum tímapunkti, en það virðist hafa verið mikið um hið svokallað “stress eating” þar sem að pizzurnar kláruðust á þrem mínútum. Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, mikið skorað báðum megin og KR-ingar héldu forskotinu. Leiknum lauk 127-92 fyrir KR-ingum en eins og staðan gefur til kynna þá var ekki spiluð mjög góð vörn í leiknum. Þórsarar voru langt frá sínu besta í sínum varnarleik en samt sem áður verður að hrósa KR-ingum þar sem að 127 stig bera vitni um mjög góða spilamennsku.
Hjá heimamönnum var Nemanja Sovic góður sem og Þorsteinn Már Ragnarsson og Emil Karel Einarsson. Hjá KR-ingum var Michael Craion mjög erfiður viðureignar, Pavel Ermolinskij með þrennu að vana og Darri Hilmarsson og Helgi Már Magnússon seigir.
Umfjöllun: Vilhjálmur Atli Björnsson
Mynd: Davíð Þór
Þór Þ.-KR 92-127 (22-32, 16-26, 29-31, 25-38)
Þór Þ.: Nemanja Sovic 25, Þorsteinn Már Ragnarsson 18, Emil Karel Einarsson 14/5 fráköst, Vincent Sanford 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/6 fráköst, Oddur Ólafsson 4, Halldór Garðar Hermannsson 2, Jón Jökull Þráinsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
KR: Michael Craion 29/9 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Darri Hilmarsson 21/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 17/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/13 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Björn Kristjánsson 9, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Illugi Steingrímsson 3, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Högni Fjalarsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 1.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson