10. flokkur Stjörnunar keppti í gær til úrslita í Scania Cup en þurftu að lúta í grasi fyrir sterku heimaliði SBBK. 48-62 voru lokatölur leiksins sem háður var í Taljehallen í Södertalje. Annað sæti á sterkasta móti Norðurlanda er hinsvegar frábær árangur og ber að óska piltunum til hamingju með þennan árangur.
Á lokahófi mótsins var svo Dagur Kár Jónsson valinn í 5 manna lið árgangsins en hann gerði 28 stig að meðaltali í leik!
Mynd: Dagur Kár var valinn 5 manna liðið á Scania Cup.