Hann er aðeins 10 ára gamall og er strax kominn með highlight reel á YouTube. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem LeBron James jr. er frumburður nafna síns og besta körfuboltaleikmanns veraldar í dag. Það má sjá marga takta þarna frá karli föður hans og hann virðist hafa sömu leikstjórnunarhæfileika og sá gamli. Það verður forvitnilegt að fylgjast með honum í framtíðinni. Ekki vantar genin alla vega.



