21:39
{mosimage}
Ragnar Gylfason var heitur í kvöld fyrir Val
Leikjum kvöldsins í 1. deild karla er nú lokið og unnust þeir allir á heimavelli. Valur vann Þór Þ. örugglega 100-74. Hrunamenn unnu sinn fyrsta leik í 1. deild þegar KFÍ kíkti í heimsókn, lokatölur voru 94-85 og að lokum unnu Hamarsmenn Laugdæli 84-71 í hörkuleik þar sem Hamarsmenn skoruðu síðustu 13 stig leiksins.
Rob Hodgson þjálfari Vals átti góðan leik fyrir Val og skoraði 27 stig en fyrir gestina gerði Richard Field 28 stig.
Í Hveragerði var Marvin Valdimarsson í ham og skoraði 28 stig en Viðar Hafsteinsson leikmaður Laugdæla var ekki í mikið minni ham en hann skoraði 23 stig.
Því miður voru byrjunarörðugleikar hjá stötturunum á Flúðum og því ekki að marka tölfræðina þaðan. Við fengum þó þær fréttir að Hraunar Guðmundsson og Arnar Pétursson hafi verið bestu leikmenn Hrunamanna.
Mynd: Snorri Örn