spot_img
HomeFréttir1. deild karla: Þórsarar búnir að vinna fjóra fyrstu

1. deild karla: Þórsarar búnir að vinna fjóra fyrstu

20:41

{mosimage}

(Kevin Sowell var stigahæstur Þórsara gegn Blikum)

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla um helgina.

Á föstudag áttust Þór og Breiðablik við á Akureyri. Þórsarar sigruðu í leiknum og hafa nú unnið 4 fyrstu leiki sína og alla gegn liðum sem spáð var 2. til 5. sæti af spekingum karfan.is. Á heimasíðu Þórs er hægt að lesa frásögn um leikinn

http://www.thorsport.is/Thor/leikir.asp?l=lesaskyrslu&grein=25&flokkur=40&ID=1623

Hjá Blikum var Þorsteinn Gunnlaugsson stigahæstur með 19 stig auk þess að taka 18 fráköst. Sævar Sævarsson skoraði 16, Aðalsteinn Pálsson 14, Leifur S. Árnason 13 og aðrir minna.

Tölfræði leiksins: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24891003.htm

Ármann/Þróttur heimsótti Hött austur á Egilsstaði á föstudag og sigruðu heimamenn 80-62 eftir mjö jafnan fyrri hálfleik þar sem Hattarmenn leiddu 34-33 í hálfleik.

Björgvin K. Gunnarsson var stigahæstur Hattarmanna með 19 stig, Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 16 og Jónas H. Jónasson skoraði 14.

Hjá Ármanni/Þrótti skoraði Reynir K. Bjarnason 17 stig og Matthías Ásgeirsson 14.

Tölfræði leiksins: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890304.htm

Á laugardag léku í Kennaraháskólanum Valur og Stjarnan. Valsmenn leiddu lengst af en eftir spennandi lokamínútur skoraði Zachary Ingles þriggja stiga körfu þegar 15 sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn. Fyrrnefndur Zachary var stigahæstur með 31 stig en Steingrímur Ingólfsson skoraði 18 stig. Derrick Stevens skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 32 stig en Kjartan A. Kjartansson skoraði 18 stig.

Tölfræði leiksins: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489/24890301.htm

Leikmenn Ármanns/Þróttar komu heim með flugi eftir leik á Egilsstöðum á föstudag og á laugardag voru þeir tilbúnir að taka á móti Ísfirðingum í Hagaskóla og þar sigruðu þeir 82-69.

Ísfirðingar héldu svo austur á Selfoss í dag og léku gegn FSu þar sem heimamenn sigruðu 95-78.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -