spot_img
HomeFréttir1. deild karla: Þór nær sæti í IE deildinni að ári

1. deild karla: Þór nær sæti í IE deildinni að ári

9:26

{mosimage}

(Robert Williams var stigahæstur KFÍ manna)

 

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í gær. Í Smáranum í Kópavogi áttust við topplið Þórs Ak og Breiðabliks og var ljóst fyrir leik að með sigri væru Þórsarar svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni að ári. Leikur fór þannig að norðanmenn sigruðu 87-80. Á Ísafirði héldu KFÍ menn áfram sigurgöngu sinni þegar þeir tóku á móti Hattarmönnum og sigruðu 104-91 og eru komnir með 6 stig, skammt á eftir Stjörnunni og FSu. Hattarmenn sitja eftir í næst neðsta sæti deildarinnar eftir. Á heimasíðu KFÍ má lesa umfjöllun heimamanna um leikinn. 

Í dag fer svo fram einn leikur í deildinni þar sem botnlið Ármanns/Þróttar tekur á móti toppliði Þórs Ak í Hagaskóla klukkan 16.

[email protected]

Mynd: Icebasket

Fréttir
- Auglýsing -