spot_img
HomeFréttir1. deild karla: FSu sló Haukana út

1. deild karla: FSu sló Haukana út

15:45

{mosimage}

Stigahæstu leikmenn beggja liða, Árni Ragnarsson í gulu, Sigurður Einarsson í rauðu. 

FSu tryggði sér nú fyrir stundu sigur í einvígi sínu við Hauka í úrslitakeppni 1. deildar með sigri 98-86 á Ásvöllum og hafa því unnið báða leiki liðanna. Seinna í dag tekur Ármann á móti Val en þar unnu Valsmenn fyrsta leikinn.

Árni Ragnarsson var stigahæstur FSu mann með 25 stig, Sævar Sigurmundsson skoraði 23 en Matthew Hammer var með þrefalda tvennu, skoraði 10 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

Sigurður Einarsson skoraði 23 stig fyrir Hauka og Lúðvík Bjarnason 18.

Meira síðar.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -