spot_img
HomeFréttir1. deild karla: Breiðablik og KFÍ unnu

1. deild karla: Breiðablik og KFÍ unnu

21:16

{mosimage}

Pance Iliveski var stigahæstur KFÍ manna í dag 

 

Tveir leikir fóru fram í 1. deild  karla í dag, í Smáranum sigraði Breiðablik Hött 98-69 þar sem Breiðabliksmenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum samkvæmt heimasíðu Breiðabliks. KFÍ sigraði Ármann/Þrótt stórt 117-83. Það verður því algjör úrslitaleikur við Stjörnuna um síðasta sætið í úrslitakeppni 1.deildar laugardaginn 17. mars næstkomandi.

Leikmenn KFÍ hófu leikinn sterkt og tóku forystuna strax í upphafi leiks og létu hana ekki frá sér það sem eftir var af leiknum. Var þar fremstur í flokki Pance Ilievski en hann setti alls fimm þrista í fyrsta leikhluta. Staðan í lok fyrsta leikhluta var 34-19. Í öðrum leikhluta héldu KFÍ menn áfram góðri spilamennsku en hleyptu Ármanni/Þrótti þó helst til of mikið inn i leikinn á ný. Endaði hálfleikurinn 62-44 fyrir KFÍ.

Eftir hálfleik tók við frábær leikhluti hjá KFÍ þar sem KFÍ skoraði 33 stig gegn 12 stigum Ármanns/Þróttar. Í lok þriðja leikhluta var staðan því 95-56 fyrir KFÍ. Í fjórða leikhluta fengu nokkrir ungir strákar úr 9. flokki að spreyta sig í fyrsta skipti með meistaraflokk. Það voru þeir Hermann Óskar Hermannsson, Jón Kristinn Sævarsson og Leó Sigurðsson. Jón Kristinn og Leó náðu báðir að lauma inn tveimur stigum í sínum fyrsta leik með meistaraflokk. Leikurinn endaði svo 117-83 fyrir KFÍ og þar með tvö mikilvæg stig.

 

Í síðustu umferðinni eigast Valur og Breiðablik við og verður það úrslitaleikur um 2. sætið auk þess sem Stjarnan og KFÍ eigast við og verður það úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni.

 

Heimildir: www.breidablik.is og www.kfi.is

 

[email protected]

 

Mynd: www.kfi.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -