spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 9. sæti ? Reynir Sandgerði

1. deild karla: 9. sæti ? Reynir Sandgerði

11:25

{mosimage}

Reynir kom upp úr 2. deildinni ásamt Þrótti úr Vogum í fyrra og eru nýliðar. Spekinar Karfan.is spá Reyni ekki langri veru í deildinni. Þar sem tvö lið falla úr 1. deildinni er Reyni spáð falli.

Fáir leikmenn hafa yfirgefið liðið og hefur liðið fengið nokkra sterka spilara þar á meðal Njarðvíkinginn Ólaf Aron en hann var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Íslands. Hann er að ljúka tveggja ára banni fyrir notkun á örvandi lyfjum og verður því spennandi að sjá hvernig hann mun standa sig eftir þessa fjarveru.

Liðinu er stjórnað af tveimur spilandi leikmönnum, Hlyni Jónssyni og Rúnari Pálssyni en þeir félagar voru einnig við stjórnvölinn í fyrra.

Reynir á sér langa sögu og lék liðið í úrvalsdeild tímabilið 1989-90. Liðið endaði í neðsta sæti og vann einn leik. Sigurinn kom gegn Val og var leikið í Sandgerði. Lokatölur voru 95-83 og var Davíð Grissom stigahæstur Reynismanna með 47 stig og Sveinn H. Gíslason skoraði 14 stig en hann lék með liðinu í fyrra.

Liðið hefur leikið í 1. deild karla undanfarin ár og náði 3. sæti tímabilið 2002-03.

{mosimage}

Hlynur Jónsson þjálfari svaraði spurningunum.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Það kemur fólki á óvart hvernig Ólafur Aron kemur til með að spila.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Þeir leikmenn sem vert er að fylgjast með eru Ólafur Aron, Rúnar Á.Pálsson og Kolbeinn Jósteinsson.

Er liðið með erlendan leikmann?
Já, við erum með erlendan leikmann, en hann er ekki atvinnumaður. Búsettur hér á landi og langaði að æfa og spila. hann er Bandaríkjamaður og heitir
Darrell Lewis, nei ekki sá sami og spilaði með ÍR-ingum.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Undirbúningur liðsins hefur verið ágætur, hefði alveg mátt ganga betur og hefði verið gott að fá menn fyrr til æfinga og oftar. en það verður ekki á allt kosið. enn sem komið er líst mér ágætlega á þetta, en það kemur væntanlega í ljós á föstudaginn hvort allt hafi gengið vel, þegar við mætum Breiðablik í fyrsta leik.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Leikstíll okkar er frekar villtur, við komum til með að keyra á fullu og spila hraðan bolta. verður skemmtilegt á að horfa, vona ég.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Markmið fyrir tímabilið er að halda sér uppi, allavega til að byrja.

Kannski ef vel gengur í fyrstu leikjunum þá verða þau markmið endurskoðuð, en í dag er það takmark okkar.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Ég held að Höttur eigi eftir að koma á óvart, þeir eru nýkomnir með þennan þjálfara og tvo erlenda leikmenn. ég held að þeim eigi eftir að ganga vel.

Hvaða lið vinnur deildina?
Lið Breiðabliks er með besta mannskapinn, með hörku bandaríkjamann og

reyndan þjálfara. Ég held að allt annað en sigur hjá þeim í deildinni
verði talið óásættanlegt. Hafandi sagt þetta þá held ég að þeir séu ekki ósigrandi og á góðum degi alveg hægt að stríða þeim.

Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Í framtíðinni sé ég fyrir mér fyrstudeildina án allra erlendra leikmanna. Það er alveg hellingur af ungum leikmönnum hjá liðunum í úrvalsdeildinni sem fá ekki tækifæri þar og geta náð sér í góða reynslu í fyrstu deildinni og fengið nóg af spilatíma til að þroskast sem leikmenn. Þennan möguleika nýta ungir leikmenn sér ekki nægilega vel. Ég sé fyrstudeildina sem vænlegan kost fyrir unga leikmenn til að ná sér í spilatíma og reynslu. Þetta er svona í stuttu máli það sem ég sé sem helsta kost fyrstu deildarinnar.
 

Komnir:
Haukur Aðalsteinsson
Ólafur Aron Ingvason
Helgi Már Guðbjartsson
Darrell Lewis

Farnir:

Róbert Svavarsson 

Leikmannalisti:
Hlynur Jónsson
Haukur Aðalsteinsson
Ólafur Aron Ingvason
Gunnlaugur Karlsson
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson
Magnús Sigurðsson
Einar Bjarkarson
Helgi Guðbjartsson
Hinrik Óskarsson
Jón Sigmundsson
Hilmar Arnórsson
Rúnar Pálsson
Skúli Sigurðsson
Darrell Lewis

myndir: vf.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -