12:44
{mosimage}
(Jeff Green, þjálfari Hattar)
Höttur hefur verið eitt af sterkari liðum 1. deildar karla undanfarin ár. Liðið komst upp í Úrvalsdeild karla og lék þar tímabilið 2005-06. Liðið hefur tekið miklum breytingum frá því í fyrra og er nýr þjálfari mættur á svæðið og heitir hann Jeff Green. Lið Hattar samanstendur af mörgum efnilegum leikmönnum og því verður mikið álag á erlenda leikmenn liðsins og þá sem eru reyndari.
Heimavöllur Hattar verður mikilvægur eins og undanfarin ár og ef vel tekst til gæti þar verið gryfja sem fæst lið vilja mæta í.
Liðið hefur misst Loft Þór Einarsson og hinn frábæra Eugene Christopher. Loftur sem þjálfaði liðið í fyrra er einn sterkasti leikmaður 1. deildar karla og verður fróðlegt að sjá hvernig nýr þjálfari leysir verkefni vetrarins.
Eymundur Sigurðsson frá Hetti svaraði spurningum Karfan.is.
Hvaða leikmenn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Útlendingarnir
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Erum með nokkra undir 20 í liðinu sem eru í höndunum á góðum þjálfara eins og við teljum okkur vera með gætu sprungið út.
Er liðið með erlendan leikmann?
Já.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Nei
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Lítil hæð og hraði.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Standa sig með sóma og skila fjárhagnum þannig að við getum haldið áfram um ókomin ár.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Höttur
Hvaða lið vinnur deildina?
Breiðablik
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Svipaða og í fyrra.
{mosimage}
Komnir:
Ben Hill
Everard Bartlett
Kristinn Harðarson
Einar Jónsson
Farnir:
Gísli Sigurðsson
Milosz Krajewski
Viðar Örn Hafsteinsson
Eugene Christopher
Hafliði Magnússon
Sigmar Kristmundsson
Loftur Einarsson
Leikmannalisti:
Almar Örn Jónsson
Bjarnið Viðar Hólmarsson
Theódor Sigurðsson
Hafþór Þórarinsson
Jónþór Hákonarson
Emil Atli Ellegaard
Hjalti Jón Sverrisson
Pétur Ármansson
Everard Bartlett
Kolbeinn Sigurbjörnsson
Sveinbjörn Björgvinsson
Ingvar B. Einarsson
Ívar Karl Hafliðason
Jónas Hafþór Jónsson
Einar Jónsson
Ben Hill
Björgvin Gunnarsson
Sturla Höskuldsson
Kristinn Harðarson
Viggó Skúlason
Hannibal Guðmundsson
Pétur Guðmundsson
Bosko Boskovic
Guðmundur Einarsson



