spot_img
HomeFréttir1. deild karla - 5. sæti Stjarnan

1. deild karla – 5. sæti Stjarnan

Í 5. og síðasta sæta inn í úrslitkeppni setja sérfræðingarnir Stjörnuna.  

Saga körfuknattleiksdeildar er ekki löng, það var ekki fyrr en haustið 1993 sem Stjarnan mætti til leiks í 2. deildinni, á öðru ári sigruðu þeir svo þá deild og hafa leikið í 1. deild síðan með þeirri undantekningu að þeir léku í Úrvalsdeild veturinn 2001-02.

 

{mosimage}

Stjarnan hefur fengið Böðvar Sigurbjörnsson frá KFÍ en misst Odd Jóhannsson til Breiðabliks. 

{mosimage} 

Derrick Stevens er þjálfari liðsins en hann tók við þeim af Braga Magnússyni á síðasta tímabili og er mættur aftur til leiks. 

Hér koma svo svör Derricks við spurningum karfan.is. 

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Sigurjón Lárusson er traustur leikmaður sem ég held að muni spila vel í vetur. Einnig er vert að fylgjast með Kjartani Kjartanssyni. Svo held ég að Eyjólfur Jónsson muni spila vel í vetur.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Það eru Sigurjón og Kjartan einnig og svo held ég að Sverrir Karlsson geti orðið spennandi. – hann sagði bara Sverrir en þeir eru tveir þannig að ég giska á þennan. 

Er liðið með erlendan leikmann?

Ég er spilandi þjálfari og því er ég erlendi leikmaðurinn. 

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Ég er nokkuð sáttur. Við erum búnir að spila nokkra æfingarleiki, unnum meðal annars Fjölni og Ármann/Þrótt og tel að þetta hafi gengið ágætlega hjá okkur. 

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Við erum lið sem aðlagar sig að leik andstæðinganna. Við erum hvorki hratt né hægt lið og okkar styrkleikur felst í því að vera með hæfileikaríka leikmenn. Stundum er gott að hægja á leiknum og nota hæfileikana. 

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Það er einfalt, vinna alla leiki. En í alvörunni þá ætlum við að taka einn leik í einu og ég tel að við höfum lið sem getur farið alla leið. Við spilum í bikarnum og það verður gaman að fá að spreyta sig við sterk lið en ég tel að við höfum nógu góða leikmenn til að spila í efstu deild. 

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Ég hef nú ekki séð öll liðin þannig að ég á erfitt með að svara þessu. En ég tel að Valur og Þór verði sterk en ég á erfitt með að segja hvaða lið muni koma á óvart. 

Hvaða lið vinnur deildina?

Stjarnan. Við munum vinna, við höfum reynslu og ég tel að við getum þetta. 

Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?

Í vetur eru of fá lið og leikjum fækkar. Leikmenn þurfa að fá að spila reglulega því það er leiðinlegt að æfa og æfa og spila lítið. En ef lið eiga erfitt með manna liðin þá er þetta erfitt. Spurning hvort að lausnin væri að spila þrefalda umferð. Í fyrra fannst mér þetta fínt því þá voru fleiri leikir. En í heildina þá þarf að fjölga leikjum, hvort sem það er með fleiri liðum eða annarri umferð.

 

[email protected]

  

Fréttir
- Auglýsing -