spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 5. sæti: - Haukar

1. deild karla: 5. sæti: – Haukar

14:27

{mosimage}
(Sigurður Einarsson verður lykilmaður hjá Haukum í vetur)

Haukum úr Hafnarfirði er spáð 5. sæti af spekingum Karfan.is og mun liðið því komast í úrslitakeppnina. Lið Hauka hefur tekið miklum breytingum eftir að það féll úr efstu deild karla eftir 24 ára samfellda veru. Tíu leikmenn hafa yfirgefið liðið í fyrra og mun liði tefla fram nýju byrjunarliði í vetur. Sterkir leikmenn eins og Sævar Haraldsson og Kristinn Jónasson hafa farið í Stjörnuna og Fjölni ásamt því að útlendingahersveit liðsins kemur ekki aftur.

Nýr þjálfari er í brúnni en gamli Haukamaðurinn Henning Henningsson hefur tekið við stjórn liðsins af Hirti Harðarsyni. Henning hefur töluverða reynslu sem þjálfari og á sínum tíma náði hann góðum árangri með lið KR þegar það varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna.

Margir nýir leikmenn eru í liðinu og eru alls níu af 16 manna hópi ennþá í yngri flokkunum. Haukar tóku þátt í Reykjanesmótinu og lentu í 6. sæti þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Keflavík í keppni um 5. sætið.

Helsti veikleiki liðsins er reynsluleysi þess og mun mikið mæða á Marel Guðlaugssyni en hinn 35 ára gamli framherji hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu.

Svör þjálfar Hauka:
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Elvar Traustason, Haukur Hauksson, Gunnar Magnússon, Arnar H. Kristjánsson.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Marel Guðlaugsson, kappinn betri en oftast áður.

Er liðið með erlendan leikmann?
Nei

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Já fyrir utan mikil meiðsli á seinni hluta undirbúningstímans

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Barátta, samheldni og leikgleði.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að þroska og bæta leik allra leimanna þannig að þeir geti myndað grunninn að góðu Haukaliði til næstu 10 ára.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
??

Hvaða lið vinnur deildina?
Breiðablik

Komnir:
Arnar Hólm Kristjánsson frá Bandaríkjunum
Birkir Pálmason úr yngri flokkum Hauka
Böðvar Sigurbjörnsson frá Stjörnunni
Emil Barja úr yngri flokkum Hauka
Gunnar Magnússon úr yngri flokkum Hauka
Gunnar Stefánsson úr Haukum-B
Haukur Óskarsson úr yngri flokkum Hauka
Helgi Einarsson úr Val
Jóhannes Jóhannesson byrjaður aftur
Kristinn Marinósson úr yngri flokkum Hauka

Farnir:
Sævar Haraldsson í Stjörnuna
Kristinn Jónasson í Fjölni
Sveinn Ómar Sveinsson í Stjörnuna
Vilhjálmur Steinarsson í Keflavík
Örn Sigurðarson í KR
Lúðvík Bjarnason í Hauka-B
Gunnar H. Stefánsson hættur
Predrag Novakovic
Roni Leimu
Wayne Arnold

Leikmannalist:
Arnar Hólm Kristjánsson

Birkir Pálmason

Böðvar Sigurbjörnsson

Elvar Traustason

Emil Barja

Emil Örn Sigurðarson, aðstoðarþjálfari

Gunnar B. Sandholt

Gunnar Magnússon

Gunnar Stefánsson

Haukur Óskarsson

Helgi Einarsson

Jóhannes Jóhannesson

Kristinn Marinósson

Marel Guðlaugsson

Óskar I. Magnússon

Sigurður Þ. Einarsson

myndir: vf.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -