spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 4. sæti: - FSu

1. deild karla: 4. sæti: – FSu

15:00

{mosimage}

Vésteinn Sveinsson hefur leikið lengið með FSu 

Það verður FSu sem endar í fjórða sætinu í 1. deild karla samkvæmt spekingum karfan.is. Þetta er þriðja tímabilið hjá liðinu sem hefur alltaf verið í toppbaráttu 1. deildar.

 

Lið FSu er nokkuð breytt frá síðasta ári. Liði hefur fengið mikinn allnokkurn liðsstyrk, bæði innanlands og utan en einnig misst sterka leikmenn. En eins og áður er liðið saman sett af ungum og efnilegum leikmönnum sem vilja leggja mikið á sig til að ná langt.

FSu og Ungmennafélagið Selfoss gerðu með sér samstarfssamning í sumar en Selfoss hefur verið í samstarfi við Hamar undanfarin ár.

Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari liðsins svaraði nokkrum spurningum.

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?  

Vonandi sem flestir.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Þeim 5 sem að eru inná hverju sinni.

Er liðið með erlendan leikmann? Matthew Hammer frá Bandaríkjunum, Chris Caird og Nick Mabbutt frá Englandi

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Nei

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Læt aðra dæma um það.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Vinna sem flesta leiki

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Þróttur Ármann

Hvaða lið vinnur deildina?

Það lið sem að vinnur flesta leiki

Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?

Deild sem inniheldur lið sem að ná ekki á topp 12 á íslandi.

Komnir:

Árni Ragnarsson, Bragi Bjarnason, Daði Berg Grétarsson, Egill Egilsson, Hilmar Guðjónsson, Hafþór Björnsson, Nick Mabbutt, Chris Caird og Matthew Hammer

Farnir:

Aron Kárason, Áskell Jónsson, Hörður H. Hreiðarsson, Alexander Dungal og Sterling Williams

Leikmannalisti

Ari Gylfason

Aron Freyr Eyjólfsson

Árni Ragnarsson

Björgvin Rúnar Valentínusson

Bragi Bjarnason

Chris Caird

Daði Berg Grétarsson

Egill Egilsson

Emil Þór Jóhannsson

Gissur Jón Helguson

Hafþór Björnsson

Hallgrímur Pálmi Stefánsson

Hilmar Guðjónsson

Nick Mabbutt

Matthew Hammer

Vésteinn Sveinsson

Mynd: www.basket.is

 

Fréttir
- Auglýsing -