15:54
{mosimage}
(Borce þjálfari KFÍ)
KFÍ teflir fram öflugu liði í vetur undir stjórn Borce Illievski. Nokkrir sterkir leikmenn eru komnir til liðsins og metnaðurinn á Ísafirði er mjög mikill og er stefnan sett á að fara upp.
Hinn stóri Birgir Pétursson er kominn á ný vestur ásamt því að liðið teflir fram sterkur erlendum leikmönnum. Heimavöllur liðsins verður þeirra helsti styrkleiki ásamt því að útivöllurinn og ferðalögin verða vandamál hjá þeim eins og svo oft áður.
Borce sýndi það á síðasta tímabili að hann er mjög fær þjálfari og ef hann fær tíma og þolinmæði mun hann koma þessu liði upp.
{mosimage}
Borce svaraði spurningum Karfan.is
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Ég vona að allir mínir menn eigi eftir að koma á óvart í vetur.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Ef Þórir Guðmundsson nær sér af meiðslum þá verður gaman að fylgjast með honum.
Er liðið með erlendan leikmann?
Við erum með fimm erlenda leikmenn.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Vegna tafa á leyfisveitingum og smávægilegra meiðsla erum við rétt svo að ná öllum sama núna, svo nei ekki alveg ásættanlegur.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Hæðin er meiri en nokkurntíman áður hjá KFÍ og við munum reyna að leika sterkan varnarleik, ásamt hröðum sóknarleik.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
ÚRVALSDEILDARSÆTI.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Vonandi við og svo verður gaman að sjá FSU og fleiri lið.
Hvaða lið vinnur deildina?
KFÍ að sjálfsögðu.
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Okkur sýnist hún verða sterkari ár frá ári og það er bara gott fyrir körfuna á Íslandi.
Komnir:
Farnir:
Leikmannalisti:
Þórir Guðmundsson
Birgir Björn Pétursson
Zvesdan Seko Dragolovic
Magnús Heimisson
Hjalti Már Magnússon
Shiran Þórisson
Bojan Popovic
Pance Ilievski
Riste Stojanov
Srdjan Bosic
Robert Milliams
Stefán Diegó
Leó Sigurðsson
Hermann Hermannsson
Jón Sævarsson