spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 2. sæti Valur

1. deild karla: 2. sæti Valur

09:00

{mosimage}

Þá eru aðeins tvö sæti eftir, í 2. sæti setja spekingarnir Valsmenn.

Saga Vals er samofin sögu körfuboltana á Íslandi, reyndar ekki Vals sem slíks heldur forvera þeirra, fyrst Gosa og svo KFR sem varð körfuknattleiksdeild Vals. Liðið lék í efstu deild frá upphafi til vorsins 1996 þegar félagið féll í fyrsta skipti og upphófst nú tími þar sem liðið flakkaði milli Úrvalsdeildar og 1. deildar. Nú er félagið þó að hefja sitt fjórða tímabil í röð í 1. deild.

Valsarar hafa fengið Unnar Hermannsson frá HK, Zachary Ingles frá Bandaríkjunum, Matteo Cavallini frá Ítalíu og Dzemal Licini frá Makedóníu misst Skúla I. Þórarinsson til Sindra,  Matthías Ásgeirsson til Ármanns/Þróttar og Jón Þorkel Jónsson í Hamar/Selfoss Eggert Maríuson er þjálfari Vals annað árið í röð en hann hefur áður þjálfað ÍR og Breiðablik. Spurningum karfan.is svaraði Eggert á eftirfarandi hátt

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?Ég geri mér vonir um að menn eins og Steingrímur Ingólfs eigi eftir að blómstra enn frekar, svo gæti ungur strákur Hjalti Friðriks komið skemmtilega á óvart einnig Dzemal Licina.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Þessir sem ég nefndi áðan eru þeir sem hafa kannski verið að blómstra mest akkúrat núna, en það eru fleiri eins og Magnús Guðmundsson, Kolbeinn Soffíuson og Haraldur Valdimarsson.


Er liðið með erlendan leikmann?

Með liðinu spila þrír erlendir leikmenn, tveir voru fengnir sérstaklega til þess að spila með okkur og einn er búsettur hérna og ákvað að spila með Val.


Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Undirbúningurinn var mjög góðu framan af en þetta rugl með mótahaldið í 1.deild hefur sett strik í reikninginn hjá okkur.


Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Við reynum bara að spila góðan körfubolta og skora fleiri stig en hinir, þá er ég sáttur.


Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Markmiðið fyrir tímabilið er að verða efstir, ef það gengur ekki þá að vinna úrslitakeppnina og koma okkur upp.

 


Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Held að Stjarnan eigi eftir að koma áfram á óvart, en þeir voru besta liðið eftir áramót í fyrra, svo gætu KFÍ komið á óvart ef útlendingarnir þeirra eru góðir.

 


Hvaða lið vinnur deildina?

Ég verð náttúrulega að segja Valur.


Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?

Vonandi fleiri leikir því þetta er það mesta rugl sem til er og ekki körfunni til framdráttar að hafa svona fáa leiki í 1.deild og framtíðin því mjög dökk hvað þetta varðar. Þetta eykur bara enn frekar á það bil sem myndast hefur á milli Iceland Express deildarinnar og 1.deildarinnar. Maður skilur bara ekki hvernig lið í 1.deild eigi að ná framförum með svona fáum leikjum. Meðan við spilum 14 leiki þá spila úrvalsdeildarliðin 22 leiki. Hvernig í ósköpunum eiga lið í 1.deild að nálgast úrvalsdeildarliðin með svona fáum leikjum spyr ég. Það verður ekki auðvelt fyrir lið sem komast upp í vor að halda sér þar því þau ná varla að halda sér í leikæfingu með svona fáum leikjum. Svona er þetta í unglingaflokki líka eingöngu átta lið. Það eru fleiri leikir á Íslandsmótinu í drengjaflokki. Þetta er hlægilegt!

 


Mér finnst líka mótanefndin ekki hafa staðið með vilja flestra liðanna sem var að fjölga leikjum, það verður að vera hægt að aðlaga sig að breyttum aðstæðum með stuttum fyrirvara. Það er ekkert gaman fyrir lið að æfa bara og æfa og spila ekki neitt nema æfingaleiki sem við vitum að eru aldrei eins skemmtilegir og leikirnir sem skipta máli.

Við verðum að átta okkur á því að þetta er áhugamennska að langmestu leyti og menn vilja helst af öllu spila. Það komu fram tvær mjög góðar hugmyndir að mótafyrirkomulagi sem var hafnað að því að eitt lið vildi ekki spila nema tvöfalda umferð. Þannig að það er eitt lið sem getur eyðilagt fyrir hinum.

 


Án þess að hafa þetta mikið lengra þá er ég ekki bjartsýnn á framtíð 1.deildarinnar, hún er í tómu rugli og menn eiga eftir að átta sig á því.

Evrópukeppni:
1980 Cibona Zagreb (Júgóslavía) Laugardalshöll 78-110 /   Laugardalshöll 90-126
1981 Crystal Palace (England) London 80-118 / Slough   81-104
1992 Lyon (Frakkland) Lyon 109-74   / Lyon 128-88

Íslmeistari: 1980 og 83
Bikarmeistari: 1980, 81 og 83

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -