spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 10. sæti: Þróttur Vogum

1. deild karla: 10. sæti: Þróttur Vogum

10:05

{mosimage}

Keppni í 1. deild karla hefst á morgun með þremur leikjum. Haukar taka á móti Val á Ásvöllum, Reynir Sandgerði tekur á móti Breiðablik og svo verður sannkallaður suðurlandsslagur þegar Þór Þorlákshöfn mætir FSu á heimavelli.

Við á karfan.is erum búnir að spá fyrir um lokastöðuna og munum birta hana hægt og bítandi í dag. Við höfum lagt spurningar fyrir þjálfara liðanna og munum birta svörin.

Þrótti úr Vogum er spáð neðsta sætinu og falli í 2. deild. Þróttar unnu sig upp úr 2. deild í fyrra með góðum leik í úrslitum keppninnar en þeir unnu Reyni Sandgerði í úrslitaleik 104-102.

Þróttarar hafa aldrei spilað í 1. deild áður en liðið er ekki reynslumikið en hefur þó fengið reynsluboltann Ragnar Ragnarsson frá Njarðvík en mikið mun mæða á honum í vetur. Spurning hversu breiður hópurinn er en liðið á án efa eftir að bíta frá sér í vetur en fjölmargir Njarðvíkingar eru í liðinu eins og Daníel Guðmundsson og Jónas Ingason og eru Njarðvíkingar þekktir fyrir allt annað en að gefast upp.

Ingvi Jóhannsson er spilandi þjálfari liðsins og svaraði hann spurningum Karfan.is

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Jónasi Ingasyni og Daníeli Guðmundsson sem báðir koma frá UMFN þar sem þeir hafa fengið góða skólun hjá Einari Árna núvernadi þjálfara Breiðabliks. Einnig er vert að fylgjast með Ragnari Ragnarssyni sem einnig kemur frá UMFN , gríðarleg reynsla þar á ferð og fær  annað hlutverk hjá Þrótti en því sem hann var vanur hjá UMFN.

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Vert er að fylgjast með Ragnari Ragnarssyni sem einnig kemur frá UMFN , gríðarleg reynsla þar á ferð og fær  annað hlutverk hjá Þrótti en því sem hann var vanur hjá UMFN.Einnig mun Grétar Garðarsson spila stórt hlutverk hjá okkur , góður og duglegur strákur þar á ferð. Svo má ekki gleyma Grétari Hermannssyni sem er gríðarlega fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður.

Er liðið með erlendan leikmann?
Nei, ég tel mig hafa það góðan og breiðan hóp til þess að ráða útlending í 1.deildina.

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Hann hefur verið svona upp og ofan en hef unnið með ákveðinn kjarna frá því um frá í júlí. Síðan hef ég fengið liðstyrk á síðustu vikum og eru hlutirnir að slípast saman.

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Þetta eru duglegir strákar sem gefa ekkert eftir og leggjum við mikið stolt í varnarleik okkar. Einnig stefnum við að spila hraðari sóknarleik og skemmir liðstyrkurinn frá Umfn ekki fyrir þar sem þeir þekkja það að hlaupa.

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Fyrst og fremst er markmiðið að halda okkur í deildinni en tíminn verður að leiða það í ljós hvort við séum tilbúnir í eitthvað meira.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Þór Þorlákshöfn, held ég eigi eftir að koma á óvart sérstaklega eftir að þeir fengu fyrrverandi liðsfélaga okkar Þorberg Þór Heiðarsson sem er gríðarlega góður spilari og er eftir að vera ansi drjúgur fyrir þá.

Hvaða lið vinnur deildina?
Maður verður að halda tryggð við stóra bróður og spá Breiðablik fyrsta sætinu.

Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Ég sé hana jafnvel fyrir mér sem 12 liða deild og tel ég körfuna vera orðna það sterka að það sé hægt að halda út 24 lið. 1.deildin er alltaf að vera sterkari og sterkari og verður virkilega gaman að taka þátt í henni í vetur.

Komnir:
Daníel Guðmundsson frá Njarðvík
Ragnar Ragnarsson frá Njarðvík
Ásgeir Guðbjartsson frá Njarðvík
Jónas Ingason frá Njarðvík
Guðbergur Ólafsson

Farnir:
Þorbergur Heiðarsson í Þór Þorlákshöfn

Leikmannalisti:
Arnar Þór Smárason
Ásgeri Guðbjartsson
Daníel Guðmundsson
Grétar Garðarsson
Grétar Hermannsson
Hjörtur Guðbjartsson
Ingvi Steinn Jóhannsson
Jón Haukur Hafsteinsson
Jónas Ingason
Ragnar Ragnarsson
Ragnar Skúlason
Þorbjörn Guðmundsson
Þorsteinn Kristinsson
Örvar Ásmundsson

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -