19:39
{mosimage}
Tony Cornett)
Einar Árni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun liði Breiðabliks og er stefnan í Kópavogi skýr, fara beint upp. Hann hefur fengið sterka leikmenn til liðsins og virðist afar líklegt til afreka í vetur. Athyglisvert verður að fylgjast með Rúnari Erlingssyni hinum unga leikstjórnanda frá Njarðvík.
Blikar tefla fram erlendum leikmanni frá upphafi tímabils en ekki tekið inn leikmann um mitt tímabil og sú ákvörðun mun án efa reynast þeim happadrjúg. Ásamt Rúnari og erlendum leikmanni hefur Loftur Þór Einarsson, Kristján Sigurðsson og Halldór Halldórsson gengið til liðs við liðið.
Þorsteinn Gunnlaugsson hefur skipt yfir í Þór Akureyri en hann var talinn besti leikmaður 1. deildar karla í fyrra.
Mikil pressa verður á Einari Árna að koma liðinu upp en Einar verður fjórði þjálfari liðsins á þremur tímabilum.
Einar svaraði spurningum Karfan.is.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Við erum með unga og efnilega stráka sem gætu komið mönnum á óvart.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Við stefnum á að verða sterk liðsheild svo ég er ekkert að taka einhverja út í þeim efnum.
Er liðið með erlendan leikmann?
Já, við fengum til liðs við okkur 23 ára gamlan strák, Tony Cornett, en hann útskrifaðist úr West Virgina State University sl vor en sá skóli er í 2.deild NCAA.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Við höfum æft nokkuð vel í sumar. Tókum þátt í landsmóti í júlí en svo var september mjög stífur þar sem við tókum þátt í Valsmóti, Reykjanesmóti og Greifamóti. Spiluðum því 15 leiki frá Valsmóti og fram að Íslandsmóti og reyndar 13 þeirra gegn IE liðum. Erum þessa dagana að fínpússa fyrir átökin sem hefjast 12. október í Sandgerði.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Við ætlum að byggja á góðum varnarleik og við viljum hafa þetta á háu tempói, enda með fína breidd.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Það er númer eitt að vinna sér sæti í Iceland Express deildinni að ári.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
FSu verður topplið í vetur og það kemur kannski einhverjum á óvart, en svo held ég að bæði Ármann/Þróttur og Þróttur Vogum geti komið á óvart, sérstaklega ef þeir tefla fram sínum sterkasta hóp oftar en ekki, þó hvorugt liðið sé með útlending.
Hvaða lið vinnur deildina?
Breiðablik
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Deildin er að eflast klárlega og nú eru komin 10 lið í deildina. Það eru töluvert fleiri strákar að
koma úr IE liðum í 1. deildina núna heldur en oft áður og það eflir hana klárlega. Ég vona að deildin eflist enn frekar með árunum – og held að æ fleiri drengir leiti þangað á næstu árum ef að IE deildin verður meira og minna þannig að liðin hafi 3 útlendinga.
Komnir:
Halldór Örn Halldórsson
Kristján Sigurðsson
Loftur Þór Einarsson
Rúnar Ingi Erlingsson
Tony Cornett
Farnir:
Þorsteinn Gunnlaugsson
Renold Marcelline
Sigmar Björnsson
Þórarinn Andrésson
Leifur Árnason
Leikmannalisti:
Aðalsteinn Pálsson
Eggert Baldvinsson
Guðjón Magnússon
Halldór Halldórsson
Hraunar Guðmundsson
Jóhannes Hauksson
Jónas Ólason
Kristján Sigurðsson
Loftur Einarsson
Ólafur Guðnason
Rúnar Erlingsson
Rúnar Pálmarsson
Sævar Sævarsson
Tony Cornett
Trausti Jóhannsson
Þorvaldur Hauksson
Þórólfur Þorsteinsson
mynd: Karfan.is