Á morgun hefst EuroBasket og Íslendingar flykkjast nú til Berlínar þar sem okkar menn leika í B-riðli ásamt Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Serbíu og Tyrklandi.
Í dag kl. 14:00 að staðartíma heldur íslenska liðið blaðamannafund þar sem hægt verður að taka lokapúlsinn á okkar mönnum fyrir átökin. Fjörið hefst svo á morgun, laugardag, þegar Þýskaland og Ísland opna riðilinn í Mercedez Benz Arena en fjörið verður að sjálfsögðu í beinni á RÚV og við á Karfan.is mun heldur ekki missa úr einn einasta takt á meðan keppni stendur svo fylgist vel með.



