
Fullt nafn: Teitur Örlygsson
Aldur: 40
Félag: UMFN
Hjúskaparstaða: Giftur Helgu Lísu Einarsdóttir, 3 börn
Happatala: 11
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 8 ára í Njarðvík
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Valur Ingimundarsson
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Pétur Guðmundsson og Helena Sverrisdóttir
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Petey Sessoms
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Jói Óla.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Ingi Gunnarsson
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? ??????
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? LeBron James
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? MJ (Michael Jordan)
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nokkrum sinnum séð Knicks í MSG
Sætasti sigurinn á ferlinum? Geri ekki upp á milli.
Sárasti ósigurinn? Allir úrslitaleikir sem tapast.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti
Með hvaða félögum hefur þú leikið? UMFN og Larisa í Grikklandi
Uppáhalds…….
kvikmynd: Sideways
bók: Heimskra manna ráð / Einar Kárason
matur: Nú er það Sushi
matsölustaður: Kaffi Duus í hádeginu
hljómsveit: Bítlarnir
staður á Íslandi: Mývatnssveitin og uppsveitir Árnessýslu.
staður erlendis: NY (New York)
lið í NBA: Bulls
lið í enska boltanum: Man Utd.
hátíðardagur: Jól
heimasíða: mbl.is / karfan.is
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Það er misjafnt, sem leikmaður þá lék ég helst leikina í huganum og fannst það alla tíð ganga vel.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Tapleikjum finnst mér. Eftir sigurleiki þá gleyma menn sé oft í sigurvímu og horfa ekki gagnrýnt á leikinn. Það má alltaf gera betur.
Furðulegasti liðsfélaginn? Af mörgu er að taka 🙂 Ætli ég nefni ekki Friðrik Framkvæmdarstjóra
Besti dómarinn í IE-deildinni? Simmi (Sigmundur Már Herbertsson)
Erfiðasti andstæðingurinn? Jón Arnór
Þín ráð til ungra leikmanna? Vera sem mest með bolta í höndunum milli æfinga. Dribbla boltanum um allan bæ.



