
Fullt nafn: Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Aldur: 18
Félag: Keflavík
Hjúskaparstaða: Einbúi
Happatala: Ég er ekki mikið fyrir svoleiðis
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Ég mætti á mína fyrstu æfingu 9 ára gamall í jakanum á Ísafirði undir stjórn Baldurs Inga.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Ég hef alltaf litið upp til Jordans en fyrsta íslenska fyrirmynd mín er Friðrik Stefánsson.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Jón Arnór og Helena Sverrisdóttir.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Damon Johnson.
Efnilegasti leikmaðurlandsins um þessar mundir?
Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Baldur I. Jónasson
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Sigurður Ingimundar
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Þeir eru nokkri: Dwight Howard, Ben Wallce, Lebron James og Tracy Macgrady.
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Michael Jordan
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei, en maður gerir það einhvern tíman.
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Sigurinn á Frökkum síðasta sumar með U 18 landsliðinu
Sárasti ósigurinn?
Tapið geng KR í drengjaflokki núna um daginn
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Fótbolti
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Vestfjarðar stórveldinu KFÍ og Keflavík
Uppáhalds:
kvikmynd: Snatch
leikari: Will Farrell
leikkona: Engin sérstök
bók: Da vinci code
matur: Flest sem pabbi eldar
matsölustaður: American Style
lag: „Tell it like it is“ með Ludacris
hljómsveit: Outkast
staður á Íslandi: Heima er best
staður erlendis: Enginn sérstakur staður
lið í NBA: Chicago Bulls
lið í enska boltanum: Man Utd.
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Guðni Ágússton
heimasíða: Engin sérstök
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Horfi á nokkra klippur með NBA leikmönnum, borða góða máltíð og fer yfir það
hvað ég þarf að gera í leiknum.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Báðum tel ég. Það er hægt að horfa á hvað maður gerir gott í sigurleikjum og bæta það, svo getur maður horft á hvað má gera betur í tapleikjum og laga það.
Furðulegasti liðsfélaginn?
Þröstur Leó og Jón Gauti verða deila þeim titli á milli sín.
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Þeir eru allir góðir
Erfiðasti andstæðingurinn?
Hérna heima mundi ég segja að það væri Friðrik Stefánsson en það var einhver Þjóðverji seinasta sumar sem tók mig og pakkaði mér saman, skulum samt ekkert hafa neitt hátt um það.
Þín ráð til ungra leikmanna?
Halda áfram að æfa og leggja sig alltaf allan fram og helst meira.
{mosimage}



