Fullt nafn: Sara Sædal Andrésdóttir
Aldur: 23 ára
Félag: Snæfell
Hjúskaparstaða: Á lausu
Happatala: 10
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Í Hólminum þegar ég var ca 9-10 ára.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Hildur Sig, þó svo að hún hafi nú bara verið unglamb þegar ég var að byrja. Svo voru Bárður og Baldur líka auðvitað svaka töff!
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Nonni Mæju því hann hefur sýnt það að þó hann sé örvhentur þá getur hann verið góður í körfubolta.Hildur Sigurðardóttir í kvennadeildinni. Í 2.deild karla já! Segi Róbert aka Guitar Hero Jörgensen, í Mostra í 2. deild.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Justin Shouse fær mitt akvæði hér… svo sem ekki úr miklu að velja! Slavica Dimovska hjá Haukum er góð.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Lillurnar í Snæfell eru allar gríðarlegt efni.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? María Guðnadóttir
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Annað hvort þjálfarateymið Siggi og Hlynur eða hið svaðalega tvíeyki Högni og Baldur.
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Steve Nash
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Yao Ming…Arnþór er búinn að fullvissa mig um það. Frábær leikmaður.
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei
Sætasti sigurinn á ferlinum? Grindavíkursigurinn um daginn. Fyrsti alvöru leikurinn sem ég hef unnið. Eintóm hamingja bara.
Sárasti ósigurinn? Tap á móti UNÞ í úrslitaleik á Landsmóti í Gravarvogi árið 1998. Við unnum þó fyrirmyndarbikarinn sem bjargaði þessu.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Handbolti.
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Snæfell, sameinað lið ÍA/Skallagrímur/Snæfell, ÍR.
Uppáhalds:
kvikmynd: Euro Tripleikari: Ben Affleck
leikkona: Charlize Theron
bók: Elementary and Middle School Mathematics
matur: Fiskisúpan hjá mömmu
matsölustaður: Red Lobster
lag: Lost- Coldplay
hljómsveit: Coldplay
staður á Íslandi: Stykkishólmur (ekkert klisjulegt!)
staður erlendis: Florida og Søllerød park- úthverfi Kaupmannahafnar.
lið í NBA: Phoenix
lið í enska boltanum: Veit ekki alveg. Nema ég veit að það er ekki Liverpool.
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Björn Ásgeir
alþingiskona: Þorgerður Katrín
heimasíða: karfan.is og perezhilton.com, nauðsynleg lesning á hverjum degi.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða rétt og power nap eftir hádegi. Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Sigurleikjum.
Furðulegasti liðsfélaginn? Allar. Ekki?
Besti dómarinn í IE-deildinni? Simmi (Sigmundur Már Herbertsson)
Erfiðasti andstæðingurinn? Signý Hermannsd.
Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa meira en hinir!
(Spurning frá Jóni Arnóri Stefánssyni sem var síðast í 1 á 1)
Heldur þú að Guðmundur Magnússon (leikmaður KR) hafi fæðst með þennan líkama, eða er þetta stanslaus vinna?
Herbalife! Klárlega.
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hver er besti örvhenti leikmaður sem spilað hefur á Íslandi fyrir utan Nonna Mæju. Kk eða kvk.



