spot_img
HomeFréttir1 á 1 Pálína Gunnlaugsdóttir

1 á 1 Pálína Gunnlaugsdóttir

d

Fullt nafn: Pálína María Gunnlaugsdóttir
Aldur: 20 ára
Félag: Haukar
Hjúskaparstaða: Er á föstu með Kjartani Atla Kjartansyni

Happatala: 11

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég byrjaði minn körfuboltaferl í Árbænum þegar ég var 8 ára gömul.
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Diddi bróðir minn og Michael Jordan
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Stevie Johnson og Megan Mahony var líka rosa öflug

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Guðbjörg Sverrisdóttir (Haukum)
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Snorri Örn
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Ágúst Björgvinsson 
 
Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Michael Jordan svo hélt ég lengi uppá Chris Mullen 🙂

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan og Larry Bird

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Já ég fór á leik 2001 Orlando Magic – Houston Rockets

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Bikarmeistaratitillinn 2005

 

Sárasti ósigurinn? Á móti ÍS í undanúslitum fyrir Bikarinn, þá skoraði kaninn þeirra flautukörfu frá miðju á 1 sek. Er það hægt?

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti.

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Fylki, Breiðablik og Haukum

 

Uppáhalds:
kvikmynd:
  Spiderman 1 og 2, Boondock Saints, In her shoes og margar fleiri 🙂
leikari:  Matthew Perry
leikkona: Cameron Diaz
bók: Örugglega Mýrin eftir Arnald Indriðason.
matur:  Nautalundir og bökuð kartafla með smjöri og salti
matsölustaður:  KFC
lag: Babylon með Outcast
hljómsveit: Mér finnst svo margar góðar en ef ég ætti að velja þá myndi ég velja Snoop dog. staður á Íslandi: Heima hjá mér að kúra og horfa á Friends
staður erlendis:  HM í Danmörku eða bara í einhverju góðu molly í útlöndum 🙂
lið í NBA: Boston Celtics
lið í enska boltanum: Man utd babý
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Steingrímur J. Sigfússon

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég hugsa mikið um leikinn, sé sjálfan mig spila, stunda hugarþjálfum og stundum hlusta ég á tónlist.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Ég held að það megi læra mikið af báðum, kannski aðeins meira af tapleikjum, maður vill alltaf bæta sig.

 

Furðulegasti liðsfélaginn? Örugglega Klara rookie

Besti dómarinn í IE-deildinni? Mér finnst þeir bara allir ágætir, bara hitta á réttan dag hjá þessum mönnum, en mér finnst Simmi eiga marga góða daga á ári.

 

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálf 🙂

 

Þín ráð til ungra leikmanna? Bara halda áfram að æfa og trúa á sjálfan sig og hlaupa alltaf í vörn 🙂

 

 

Fréttir
- Auglýsing -