spot_img
HomeFréttir1 á 1: Jón Guðmundsson

1 á 1: Jón Guðmundsson

 Fullt nafn:        

Jón Guðmundsson     
Aldur: 39

Félag: Keflavík


Hjúskaparstaða/börn:  Giftur og á 3 dætur 11,14,19


Happatala:  25 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?  Byrjaði í 11 ára minibolta í Keflavík 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? 

Björn Vikingur Skúlason 

Hvenær byrjaðir þú að dæma? 

Hef verið um 14 ára í fjölliðamótum í Keflavík  

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?  Jón Kr.Gíslason – Valur Ingimundar – Teitur Örlygsson – Anna María Sveinsdóttir – Helena Sverrisdóttir 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?   Fred Williams Þór Ak 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?  Sigfús Árnason Keflavík  

Besti dómarinn á Íslandi?  Held að Kristinn Óskarsson sé besti  

Efnilegasti dómarinn á Íslandi? Kristjana Eir Jónsdóttir Keflavík 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Stefán Arnarson  

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Margir góðir, en Sigurður Ingimundarson er sá besti í dag 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Lebron James 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Boston  New York (hroðalegur leikur, en gaman að hafa prófað þetta) 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Allir titlarnir sem ég hef unnið voru sætir sigrar

Sárasti ósigurinn? Man ekki eftir neinum 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fylgist með flestum íþróttum  

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Keflavík yngriflokkar,  

Uppáhalds: 
kvikmynd: Allar Chuck Norris og Charles Bronson myndir sem ég hef séð
leikari: Chuck Norris / Charles Bronson
leikkona: Veit ekki hvað hún heitir en var í Charles Bronson myndinni 10 To Midnight
bók: Ævisaga Charles Bronson, This is my life
matur: Grillað lambalæri með öllu tilheyrandi
matsölustaður: Cheesecake Factory / Houston
lag: Love of my live (Queen)
hljómsveit: Queen (og dómarabandið sem hefur ekki enn komið fram)
staður á Íslandi: Heimavellir 9, Keflavík
staður erlendis: GuangZhou
lið í NBA: Philadelphia 76ers
lið í enska boltanum: LIVERPOOL,
hátíðardagur: Alltaf gott að fá frídag. Allir góðir
alþingismaður: Steingrímur J. Sigfússon
Vefsíða: Karfan.is – gras.is – mbl.is 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?   Fer yfir liðin í huganum og hvernig þau spila, hugsa um aðstæður sem hugsanlega gætu komið upp í leiknum, og hvernig best væri að leysa þær aðstæður. 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?   Hvoru tveggja held ég bara 

Furðulegasti dómarinn?  Þeir bræður Jóhann og Guðni Guðmundssynir, erfitt að gera upp á milli þeirra hvor sé furðulegri. 

Þín ráð til ungra dómara?  Fá hjálp frá Kristni Óskarssyni varðandi allt sem viðkemur dómgæslu. Hann er alfræðiorðabók í þessum málum. 😉 

Viltu fækka útlendingum  í körfuboltanum á næsta ári ? (Spurning frá Gunnari Einarssyni sem var síðast í 1 á 1)Einföld spurning og einfalt svar, JÁ ! 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1 ?Hvort nær leikmaður meiri árangri í körfu. Með því að æfa með toppliði og spila þar með minna eða æfa með lakara liði en spila meira  (fá rökstutt svar) ? 

Fréttir
- Auglýsing -