spot_img
HomeFréttir1 á 1: Jóhanna Margrét

1 á 1: Jóhanna Margrét

dFullt nafn: Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir
 
Aldur: 18
 
Félag: Fjölnir
 
Hjúskaparstaða: Lausu
 
Happatala: 9
 
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Ég byrjaði þegar ég var 13 ára og með Fjölni.
 
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Gréta María.
 
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Helena í Haukum og Jón Arnór.
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Ekki viss.
 
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Haukur í Fjölni.
 
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Hann hét Mikki og hann var fótboltaþjálfari hjá Fjölni.
 
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Nemanja Sovic.
 
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
M.Jordan.
 
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Jordan
 
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei,ekki enn þá.
 
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Þegar við unnum KR núna fyrir jólin 2006. Það var mjög gaman;)
 
Sárasti ósigurinn?
Þegar við töpuðum fyrir KR núna í vor.
 
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Fótbolti og handbolti.
 
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Fjölni.
 
Uppáhalds:
 
kvikmynd: Notting Hill og The Holiday
leikari: Nicholas Cage og Jude Law
leikkona: Julia Roberts og Angelina Jolie.
bók: Mýrin
matur: Hamborgarahryggurinn hennar mömmu.
matsölustaður: Vegamót og Caruso.
lag: Það eru svo mörg í uppáhaldi...get ekki valið á milli.
hljómsveit: Coldplay og Sigur Rós
staður á Íslandi: Reykjavík.
staður erlendis: New York og California
lið í NBA: LA Lakers
lið í enska boltanum: Man. United.
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Þorgerður Katrín
heimasíða: www.karfan.is
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég hugsa um leikinn og um að leggja mig alla fram og gera  mitt besta. Svo reyni ég að borða hollt og drekka vatn.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Tapleikjum held ég.
 
Furðulegasti liðsfélaginn?
Þær eru allar jafn furðulegar og frábærar;)haha
 
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Ekki viss.
 
Erfiðasti andstæðingurinn?
Edda Lína. Hún er svakaleg í vörninni;)
 
Þín ráð til ungra leikmanna?

Að hafa alltaf trú á sjálfum sér og að æfingin skapar  meistarann;)

Fréttir
- Auglýsing -