spot_img
HomeFréttir1 á 1: Helga Einarsdóttir

1 á 1: Helga Einarsdóttir


Fullt nafn:
Helga Einarsdóttir
 

Aldur: 21. árs. 

Félag: KR 

Hjúskaparstaða: Á lausu

Nám/Atvinna: Verkfræði í háskólanum 

Happatala: Er ekki heilög á tölur en 5 er númerið mitt í íþróttum 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Á Sauðárkróki – Ætli ég hafi ekki verið c.a. níu ára þegar æfingar hófust skipulega.  

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Þegar ég var að alast upp á Króknum voru nokkrir snillingarnir þar sem ég fylgdist með t.d. Ísak Einars, Svavar Birgis, Axel Kára og Helga Viggós en baráttan hjá honum er eitthvað sem allir geta lært af.

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Jón og Jakob, Hildur og Signý. Ég hef ekki fylgst nógu mikið með 1. deildinni en skilst að Marvin hafi verið að gera góða hluti. 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Sigrún tan Ámunda og Nick Bradford. Þekki ekki 1. deildina. 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Haukur Helgi Pálsson – Fjölni og Matthías Sigurðarson – KR. 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Guðmundur Jensson íþróttakennari með meiru. Kári Mar ól mig upp eftir það. 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Þríeykið Jói Árna, Hörður Gauti og Axel. 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Enginn einn, margir í það háum klassa. Eiginlega það háum að það virðist ónáttúrulegt. 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron / Kobe 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei.
 
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópuboltanum? Get ekki sagt að ég fylgist með honum. 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Bikarúrslitin í vetur var með þeim sætari. Ég man eftir því að hafa horft á þessa leiki í sjónvarpinu heima á Krók og það var frábær tilfinning að fá að vera inni á parketinu.  

Sárasti ósigurinn? Ætli það séu ekki úrslitaseríurnar á móti Keflavík í fyrra og Haukum núna í ár. Gleymi heldur aldrei bikarúrslitaleik með Stjörnunni í 2. flokki í fótbolta þar sem við töpuðum á móti Breiðablik eftir framlengdan leik. 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti. 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Tindastól, hálfa leiktíð með ÍS og KR. 

Uppáhalds:

kvikmynd: kennslumyndbandið Meistarataktar, allt of gott…. í minningunni
leikari: Denzel Washington – Will Smith – Cristiano Ronaldo
leikkona: Edda Björgvins í Stellu
bók: skólabækurnar
matur: kjúklingur, fiskur, kjöt og slátur
matsölustaður: Raftahlíð 32 – nema maturinn er í boði hússins
lag: mörg í uppáhaldi, fer eftir stað og stund
hljómsveit: Coldplay
staður á Íslandi: Skagafjörður í öllum sínum blóma
staður erlendis: sólarströnd í góðum félagsskap
lið í NBA: Lakers
lið í enska boltanum: Arsenal
hátíðardagur: jóladagur
alþingismaður: pass
alþingiskona: pass
heimasíða: karfan.is, kr.is/karfa, tindastoll.is, visir.is, nunnunar.bloggar.is þar sem systurnar frá Reykjum í Hrútafirði fara á kostum. Spurning hvort að þær hætti að blogga eftir þessi skil.

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég hugsa um það hvern ég eigi mögulega að dekka og hvernig ég ætla að stoppa viðkomandi. Ég legg mig ef leikurinn er seint og reyni svo að mæta með baráttuna og einbeitingu inn í sal.  

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Þú getur alltaf lært ef þú kærir þig um það. 

Furðulegasti liðsfélaginn? Ekki haft þá marga furðulega en Pálína er með þeim skemmtilegri. Endalausar sögur sem hún hefur að geyma.  

 

Besti dómarinn í IE-deildinni? Simmi (Sigmundur Már Herbertsson) 

Erfiðasti andstæðingurinn? Til að halda heimilisfriðinn verð ég að segja Donni. En það eina sem getur stoppað þig ert þú sjálf/ur, gömul viska. 

 Þín ráð til ungra leikmanna? Vilja meira en hinir og vinna hörðum höndum að markmiðum sínum – alltaf að berjast og vera duglegur  – bera virðingu fyrir öðrum og sjálfum sér í lífinu 

(Spurning frá Böðvari Guðjónssyni sem var síðast í 1 á 1)

Hvar færðu bestu hamborgara í Evrópu?  Klárlega í DHL-Arena!

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Hvað þarf að bæta í þjálfun hér heima til þess að íslensku landsliðin bæti sig á erlendum vettvangi?

Fréttir
- Auglýsing -