Valur hefur samið við Reshawna Stone fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Reshawna er bandarískur bakvörður og kemur til Vals frá Kouvottaret í Finnlandi þar sem hún hefur leikið síðustu tvö tímabil, en á því síðasta skilaði hún 22 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.
„Ég hlakka virkilega til að vinna með Jamil þjálfara liðsins, nýjum liðsfélögum mínum og samfélaginu hjá Val. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir að leggja mitt af mörkum til áframhaldandi velgengni liðsins.“ segir Reshawna í tilkynningu með félagaskiptunum.
„Reshawna er nákvæmlega sú tegund leikmanns sem okkur hefur vantað til að komast á næsta stig. Hún kemur úr sterku deildarkeppni þar sem hún stóð sig frábærlega. Ég er mjög spenntur að sjá hana á vellinum með stelpunum okkar í vetur.“ segir Jamil þjálfari Vals.