spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚr Keflavík í Þorpið

Úr Keflavík í Þorpið

Þór Akureyri hefur samið við Sigurlaugu Evu Jónasdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Sigurlaug er 15 ára gamall bakvörður úr Keflavík sem hóf að leika fyrir meistaraflokk á síðustu leiktíð. Þar kom hún við sögu í einum leik með aðalliði Keflavíkur, en í sautján leikjum með b liði félagsins í fyrstu deildinni. Með b liðinu skilaði hún 10 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni. Þá var hún hluti af undir 15 ára liði Íslands á síðasta ári.

Fréttir
- Auglýsing -