spot_img

Tekur við KR

KR hefur ráðið Daníel Andra Halldórsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna.

Daníel kemur til KR frá Þór Akureyri þar sem hann kom liðinu upp í Bónus deildina fyrir tveimur árum og hefur síðan náð góðum árangri í henni, en undir hans stjórn komst liðið í bikarúrslit á síðustu leiktíð og þá vann Þór Akureyri meistarakeppni KKÍ síðasta haust. Þá var Daníel ráðinn einn tveggja aðstoðarþjálfara landsliðsins á dögunum.

Nú fyrir helgi tilkynnti þjálfari KR síðustu ár Hörður Unnsteinsson að hann ætlaði sér að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa skilað liðinu í Bónus deildina og mun Daníel því taka við liðinu af honum, en samkvæmt KR mun samningurinn við hann vera til tveggja ára. Ásamt því að þjálfa meistaraflokk kvenna mun Daníel einnig þjálfa yngri flokka hjá KR.

Egill Ástráðsson, formaður kkd KR “Við erum afar ánægð með að fá Daníel í KR. Hann er gríðarlega efnilegur og spennandi þjálfari sem hefur náð frábærum árangri á stóra sviðinu undanfarin ár og mun spila lykilhlutverk í framtíðaráformum félagsins.“

Fréttir
- Auglýsing -