spot_img
HomeFréttirStjarnan/KFG Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

Stjarnan/KFG Íslandsmeistarar í 12. flokki karla

Stjarnan/KFG varð á dögunum Íslandsmeistari í 12. flokki karla.

Titilinn tryggði félagið sér með því að leggja Breiðablik/Grindavík í úrslitaeinvígi, 2-0, en seinni leikinn unnu þeir í Smáranum, 90-114.

Viktor Jónas Lúðvíksson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 17 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu ásamt þjálfara sínum Inga Þór Steinþórssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -