Stjarnan varð á dögunum Íslandsmeitari í 10. flokki drengja.
Titilinn tryggði liðið sér með því að leggja Val í úrslitaseríu, 2-0, en seinni leikinn unnu þeir í N1 höllinni, 93-117.
Steinar Rafn Rafnarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 29 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu, en þjálfari þeirra er Baldur Þór Ragnarsson.
Mynd / KKÍ