Sóknarleikurinn vinnur þennan

Stjarnan hafði betur gegn grönnum sínum af Álftanesi í Ásgarði í kvöld í lokaleik fyrri umferðar Bónus deildar karla, 108-104. Eftir leikinn eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar í 5. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Álftanes eru í 8. sætinu með 8 stig. Úrslit kvöldsins Karfan spjallaði við Baldur Ragnarsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í Garðabæ.