spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSögulegt kvöld í vændum í Síkinu

Sögulegt kvöld í vændum í Síkinu

Lokaleikur úrslita Bónus deildar karla fer fram í kvöld.

Um er að ræða oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu, en fyrir leik kvöldsins er staðan 2-2, þar sem heimaliðin hafa unnið sína leiki.

Fari svo að Tindastóll vinni í kvöld verða þeir Íslandsmeistarar í annað skipti í sögu félagsins, en fyrsta titil sinn unnu þeir fyrir tveimur árum, 2023. Þann titil vann félagið þó á útivelli og væri það því í fyrsta skipti sem liðið hampaði þeim stóra á heimavelli fari svo þeir vinni í kvöld.

Vinni Stjarnan í kvöld verður það fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra í sögu félagsins.

Hérna er heimasíða deildarinnar

Leikur dagsins

Bónus deild karla – Úrslit

Tindastóll Stjarnan – kl. 20:00

(Staðan er jöfn 2-2)

Fréttir
- Auglýsing -