spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSnæfell lagði Breiðablik með átta stigum í Hólminum

Snæfell lagði Breiðablik með átta stigum í Hólminum

Snæfell hafði betur gegn Breiðablik í skemmtilegum æfingaleik í Hólminum í gærkvöldi. Voru það Blikar sem leiddu í upphafi leiks, en undir lok fyrri hálfleiks ná heimamenn í Snæfell að taka forystuna. Leikurinn var svo nokkuð jafn og spennandi í seinni hálfleiknum þó heimamenn hafi að lokum siglt nokkuð sterkum átta stiga sigur í höfn, 81-73.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Khalyl Waters með 27 stig. Honum næstir voru Eyþór Lár Bárarson með 19 stig og Alejandro Rubiera með 18 stig.

Fyrir Blika var það Aytor Alberto sem var stigahæstur með 22 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Mynd / Bæring Nói – Ljósmyndir

Fréttir
- Auglýsing -