Næst er Skotklukkan komin að Báru Björk Óladóttur.
Bára er 18 ára gamall bakvörður sem leikur með Stjörnunni í Bónus deild kvenna. Hún er að upplagi úr Garðabænum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokki félagsins díðustu þrjú tímabil. Þá hefur hún einnig verið mikilvægur leikmaður þeirra yngri landsliða sem hún hefur leikið fyrir á síðustu árum, en þetta sumarið er hún hluti af sterku undir 18 ára liði Íslands sem fer bæði á Norðurlanda- og Evrópumót.
1. Nafn? Bára Björk Óladóttir.
2. Aldur? 17 ára.
3. Hjúskaparstaða? Föstu.
4. Uppeldisfélag? Stjarnan.
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við unnum deildarmeistara titilinn í fyrstu deildinni og Keflavíkur serían á síðasta tímabili.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Sko mikið hægt að telja upp en ég myndi örugglega bara segja í hvert einasta skipti sem ég fagna.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla Hlynsdóttir.
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Diljá Ögn Lárusdóttir.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já rosalega margar t.d. má ekki vera í gallabuxum á leikdögum og má ekki fara inn í nein íþróttahús fyrir leiki á leikdögum (hata shoot around).
10. Uppáhalds tónlistarmaður? The weeknd, Rihanna og Herra hnetusmjör.
11. Uppáhalds drykkur? Vatn og Hleðsla.
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Ég hef alltaf verið mjög heppin með þjálfara og dýrka núverandi þjálfarana mína en ég verð samt að segja Arnar Guðjónsson.
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Brittany Dinkins, væri samt ekki á móti því að fá hana Ísold aftur.
14. Í hvað skóm spilar þú? Kobe 8.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Garðabærinn góði.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Houston Rockets.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James.
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Danielle Rodriguez og Sara Rún Hinriksdóttir.
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég spila á ukulele.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5 og varnaræfingar.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 1v1 er það versta sem ég geri.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Fanney, Kollu og Heiðrúnu úr Stjörnunni.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Smá fótbolta og handbolta ef íslenska landsliðið er að spila.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert sem mig dettur í hug, en myndi ekki nenna að fara langt út á land.