Selfoss hefur ráðið Eyþór Orra Árnason sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.
Eyþór er að upplagi úr Hrunamönnum og lék á sínum tíma upp alla yngri flokka þar og með meistaraflokki þeirra. Þá var hann einnig burðarás í íslenskum yngri landsliðum. Kemur hann til Selfoss frá Breiðablik, þar sem hann hefur verið við yngri flokka þjálfun, en ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks Selfoss mun Eyþór þjálfa 9.-11. flokk drengja og U lið þeirra í 2. deildinni.
Tilkynning:
Eyþór Orri Árnason hefur skrifað undir samning við Selfoss körfu og mun þjàlfa hjà félaginu à komandi leiktíð.
Eyþór mun þjàlfa 9.-11.flokk drengja og Selfoss U í 2.deild karla. Þar að auki verður hann aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla og mun þjàlfa í akademíu félagsins í FSU.
Velkomin í Selfoss Körfu Eyþór Orri.