Orri meistari meistaranna

Orri Gunnarsson byrjar vel hjá sínu nýja liði Swans Gmunden, en liðið vann leikinn um meistara meistaranna í Austurríki strax í fyrsta leik Orra. Gmunden báru þá sigurorð af Vienna Basket, 82-77. Orri skoraði 11 stig í leiknum og tók tvö fráköst að auki.

Swans Gmunden eru ríkjandi Austurríkismeistarar, en Orri kemur til liðsins frá Haukum þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil.