spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNýliðarnir semja við Marek Dolezaj

Nýliðarnir semja við Marek Dolezaj

Nýliðar Ármanns hafa samið við Marek Dolezaj að leika með liðinu á komandi leiktíð. Marek er þekkt stærð í íslenskum körfubolta en hann varð bikarmeistari með Keflavík 2024. Hann lék við góðan orðstýr þar tvö tímabil og ætti því að vera öflug viðbót í nýtt Ármannslið.

Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:

Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með meistaraflokki félagsins á komandi tímabili. Dolezaj, sem er 27 ára gamall og 206 cm á hæð, kemur til liðsins með mikla reynslu úr sterkum deildum í Evrópu og Bandaríkjunum – og ekki síst frá Íslandi.

Dolezaj er íslenskum körfuboltaunnendum að góðu kunnur eftir að hafa leikið með Keflavík síðustu tvö tímabil. Þar átti hann stóran þátt í velgengni liðsins og vann Vís Bikarinn árið 2024. Hann skoraði að meðaltali 11,6 stig, tók 6,9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Keflavík. 

Áður en hann kom til Íslands lék Dolezaj háskólakörfubolta með Syracuse University í Bandaríkjunum og hefur síðan þá leikið með liðum í Grikklandi, Úkraínu og Þýskalandi. Hann er einnig fastamaður í slóvakíska landsliðinu.

Við erum gríðarlega ánægð með að fá Marek til liðs við okkur. Hann hefur sýnt að hann getur hefur náð frábærum árangri í íslensku deildinni og við teljum hann vera lykilmann í okkar uppbyggingu.

Við bjóðum Marek hjartanlega velkominn í Ármann og hlökkum til að sjá hann í verki í bláu og hvítu!

Fréttir
- Auglýsing -