spot_img
HomeFréttirNBA: Moon og Durant nýliðar janúar mánaðar

NBA: Moon og Durant nýliðar janúar mánaðar

11:25

{mosimage}

Nýliðarnir Jamario Moon hjá Toronto og Kevin Durant hafa verið útnefndir nýliðar janúar mánaðar. Þeir félagar hafa spilað vel í vetur og verða báðir í eldlínunni í árlegum nýliðaleik Stjörnuhelgarinnar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Jamario Moon hefur verið útnefndur nýliði austurdeildarinnar. Moon hefur farið mikið fram í vetur og átti m.a. góðan leik gegn Cleveland 19. janúar þegar hann skoraði 17 stig. Hann var fimm sinnum efstur í Toronto liðinu í vörðum skotum og tvisvar í fráköstum.

Durant er útnefndur nýliði vesturdeildarinnar þriðja mánuðinn í röð. Hann er efstur meðal nýliða í stugm 19,4 stig og sjöundi í fráköstum 4,0. Hann leiðir sitt lið í stoðsendingum 2,4.

Þeir komu einnig til greina:
Al Horford – Atlanta
Luis Scola – Houston
Thaddeus Young – Philadelphia
Juan Carlos Navarro – Memphis
Mike Conley – Memphis
Sean Williams – New Jersey

Fyrri vinningshafar:
nóvember
desember

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -