Haukar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í fimmta skipti.
Liðið lagði Njarðvík með minnsta mun mögulegum, 92-91, í oddaleik í Ólafssal.
Þóra Kristín fyrirliði Hauka var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna, en hún var gjörsamlega frábær fyrir lið Íslandsmeistaranna í einvíginu á báðum endum vallarins.
Ljósmyndari Körfunnar Gunnar Jónatansson var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af leiknum.












