Friðrik Anton Jónsson hefur framlengt samningi sínum við KR og er nú samningsbundinn liðinu til 2027.
Friðrik er 23 ára gamall og kom til KR fyrir tveimur árum, en hann er að upplagi úr Breiðablik. Ásamt þeim hefur hann leikið fyrir Stjörnuna og Álftanes. Átti hann frábært tímabil með venslafélaginu KV í 1. deildinni á liðnu tímabili og var valinn leikmaður ársins í fyrstu deildinni þar sem hann var með 22 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik.
Friðrik Anton Jónsson, leikmaður KR ,,Ég er virkilega ánægður að vera áfram í KR, við erum með skemmtilegan kjarna leikmanna og ég hlakka mikið til komandi tímabils.”
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari meistaraflokks karla KR ,,Ég er mjög ánægður að Frikki hafi framlengt við okkur. Hann átti frábært tímabil með KV í fyrra og tók stór skref fram á við sem leikmaður. Ég vænti þess að það haldi áfram og hann verði mikilvægur partur í liði KR á næsta tímabili.”