Andri Kristinsson er maðurinn á bakvið Leikbrot, en hann hefur verið duglegur að taka upp efni í vetur og setja inn á youtube-rás undir nafninu Leikbrot. Nú er hann búinn að gefa út Leikbrot #9 sem er frá leik Fjölnis og Keflavíkur úr nýafstaðinni umferð. Í dag er svo von á samantekt frá Stjarnan – Snæfell og á morgun frá leik KR og Tindastóls.
Hægt er að skoða myndbrotin á vefslóðinni www.youtube.com/dresimagnum en nýjustu leikbrotin birtast efst í röðinni.
Að lokum er vert að minnast á að hann er að undirbúa nýja vefsíðu og samstarf við myndatökumenn hjá liðum vítt og breytt um landið til að ganga til liðs við Leikbrot sem mun vonandi skila inn nýju efni eftir hverja umferð sem er mikið fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn um íslenskan körfubolta.
Frétt af www.kki.is (Kíkið líka á Leikbrot á Facebook)



